Evrópusambandið hvatti Rússa í kvöld til að virða fullveldi og landamæri Georgíu og viðurkennd alþjóðleg landamæri ríkisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Frakkar sendu frá sér fyrir hönd ESB.
Þar segir einnig, að hernaðaraðgerðir Rússa gegn Georgíu kunni að hafa áhrif á samskipti ESB og stjórnvalda í Moskvu.