Georgía kallar eftir vopnahléi

Íbúi í Gori í Georgíu yfirkominn af sorg með lík …
Íbúi í Gori í Georgíu yfirkominn af sorg með lík ættingja síns í fanginu. Rússar gerðu loftárás á þorpið. Reuters

Stjórnvöld í Georgíu hafa kallað eftir vopnahléi, en Rússar hafa hert loftárásir sínar í landinu til að hrekja georgíska hermenn á flótta frá Suður-Ossetíuhéraðinu, þar sem stjórnarherinn hefur barist við aðskilnaðarsinna.

George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að árásir Rússa á Georgíumenn fyrir utan S-Ossetíuhérað landsins gætu haft alvarlegar afleiðingar, þ.e. aukið óstöðuleikann á svæðinu. Hann hvatti Rússa til að hætta árásum sínum þegar í stað.

Rússar segjast hins vegar hafa náð Tskhinvali, höfuðborg S-Ossetíu, á sitt vald. Þessu hafa stjórnvöld í Georgíu neitað. Átökin hófust af fullum krafti í gær og þau ógna olíu- og gasleiðslum sem liggja til Evrópu, segir á fréttavef Reuters.

Rússneskir embættismenn segja að um 1500 manns hafi fallið í átökunum og að 30.000 flóttamenn frá Suður-Ossetíu hafi flúið til Rússlands sl. 36 tíma. Rússar segjast hafa misst tvær herþotur og að 12 rússneksir hermenn hafi fallið í átökunum.

„Ég kalla eftir tafarlausu vopnahléi,“ sagði Mikheil Saakashvílí, forseti Georgíu í Tblisi, höfuðborg landsins. Hann segir jafnframt að Rússar hafi nú gert innrás í Georgíu af fullum þunga.


Kona í bænum Gori í Georgíu hrópar á hjálp eftir …
Kona í bænum Gori í Georgíu hrópar á hjálp eftir sprengjuárás Rússa í morgun. Reuters
Georgískir hermenn sjást hér hlaupa nærri alelda íbúðarbyggingu í Gori, …
Georgískir hermenn sjást hér hlaupa nærri alelda íbúðarbyggingu í Gori, en húsið skemmdist í loftárás Rússa í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka