Bush hvetur Rússa að hætta árásum

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti í dag Rússa til að hætta loftárásum á Georgíu. Þá hvatti hann alla deiluaðila í Suður-Ossetíu til að leggja niður vopn og segir átökin þar ógna stöðuleikanum um í nærliggjandi ríkjum.

„Við höfum hvatt til þess að ofbeldisverkum verði hætt án tafar og hersveitir leggi niður vopn," sagði Bush við blaðamenn í Peking þar sem hann hefur m.a. fylgst með ólympíuleikunum í morgun. 

„Við hvetjum til þess að sprengjuárásum Rússa verði hætt og staðan verði sú sama og hún var 6. ágúst." 

Georgíustjórn sagði í dag, að 10 rússneskum sprengjuflugvélum hefði verið grandað frá því í gær og 30 skriðdrekum.

George W. Bush ávarpar fréttamenn í Peking í dag.
George W. Bush ávarpar fréttamenn í Peking í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert