Rússneskar herflugvélar hafa gert loftárás á bæinn Gori í Georgíu. Fréttamaður AP fréttastofunnar, sem kom til bæjarins skömmu síðar segir, að hann hafi séð tugi blóðugra líka og særðra óbreyttra borgara og nokkur fjölbýlishús hafi verið rústir einar eftir árásina.
Fréttamaðurinn segist hafa séð aldrað fólk, konur og börn meðal látinna og særðra.
Svo virðist sem meginskotmark Rússa hafi verið herstöð í úthverfi Gori en sprengjur hafi einnig lent á nálægu íbúðahverfi.