Reynt að stuðla að friði

Rússneskir skriðdrekar skjóta 152 mm sprengikúlum á skotmörk í Georgíu.
Rússneskir skriðdrekar skjóta 152 mm sprengikúlum á skotmörk í Georgíu. Reuters

Sendi­full­trú­ar frá Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu­sam­band­inu og NATO eru vænt­an­leg­ir til Georgíu, en þeir munu reyna miðla mál­um í deilu Georgíu­manna og Rússa vegna Suður-Os­se­tíu. Átök­in hafa farið harðnandi í dag.

Talið er að mörg hundruð manns hafi annað hvort fallið eða særst í átök­un­um sem hafa staðið yfir í þrjá daga, að því er breska rík­is­út­varpið BBC grein­ir frá.

Nú þegar hafa hundruð manna flúið heim­ili sín í Suður-Os­se­tíu og Georgíu, en Rúss­ar hafa gert loft­árás­ir á marga bæi í Georgíu. Þarlend stjórn­völd segja að 60 hafi lát­ist - þar af marg­ir sak­laus­ir borg­ar­ar - í loft­árás Rússa á bæ­inn Gori, sem er skammt frá S-Os­se­tíu.

Emb­ætt­is­menn í Rússlandi halda því hins veg­ar fram að  mörg hundruð sak­lausra borg­ara hafi lát­ist í S-Os­se­tíu. Því neita stjórn­völd í Georgíu.

Rússneskir skriðdrekar á ferð við Dzhava í Suður-Ossetíu.
Rúss­nesk­ir skriðdrek­ar á ferð við Dzhava í Suður-Os­se­tíu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert