Segir Georgíu í stríði

00:00
00:00

Mik­haíl Sa­akashvili, for­seti Georgíu, lýsti því yfir í dag að stríðsástand ríkti í land­inu. Sagðist hann í sjón­varps­ávarpi hafa skrifað und­ir til­skip­un þess efn­is. Þá sagði hann full­yrðing­ar Rússa um að 1500 manns hefðu fallið í Suður-Os­se­tíu í átök­um við Georgíu­her lyg­ar ein­ar.

Hörð átök hafa verið síðustu daga í Suður-Os­se­tíu, héraði í Georgíu sem sagði sig úr log­um við landið á 10. ára­tug síðustu ald­ar. Marg­ir íbú­ar í héraðinu eru með rúss­nesk vega­bréf og sendu Rúss­ar herlið þangað í gær. Sagði talsmaður Rúss­lands­hers í morg­un, að Rúss­ar hefðu náð héraðshöfuðborg Suður-Os­se­tíu úr hönd­um Georgíu­hers. Þá hefðu orr­ustuflug­vél­ar gert árás á hafn­ar­borg í Georgíu og ráðist á aðra borg. 

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur frá því á fimmtu­dag reynt að stöðva átök­in. Örygg­is­ráð sam­einuðu þjóðanna hef­ur komið tví­veg­is sam­an. Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, er sagður ætla að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu síðar í dag en hann er stadd­ur í Pek­ing. 

Að sögn Hvíta húss­ins hef­ur Bush rætt við  Condo­leezzu Rice, ut­an­rík­is­ráðherra, og Stephen Hadley, þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert