Utanríkisráðherrar ræddust við

Utanríkisráðherrar Rússlands og Georgíu, áttu í dag viðræður um átökin á Kákasussvæðinu. Aðstoðarutanríkisráðherra Þýskalands skýrði frá þessu en  Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, hafði frumkvæði að viðræðunum. Á sama tíma gerðu Rússar loftárás á svæði rétt við  alþjóðaflugvöllinn í Tbilisi, höfuðborg Georgíu.

Gernot Erler, aðstoðarutanríkisráðherra, sagði að Steinmeier hefði hringt í ýmsa starfsbræður sína víðs vegar um heim með það að markmiði að fá ráðamenn í Georgíu og Rússlandi til að ræðast við.

Erler sagði að þetta hefði borið árangur og Eka Tkeshelashvili, utanríkisráðherra Georgíu og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefðu nú átt viðræður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert