Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, gagnrýndi Bandaríkin harðlega í morgun fyrir að aðstoða Georgíumenn við að flytja herlið frá Írak til Georgíu.
Pútín sagði, að þetta væri hindrun í vegi þeirra, sem vildu leysa deilur Rússa og Georgíumanna um Suður-Ossetíu.
Georgía óskaði eftir aðstoð Bandaríkjahers til að flytja 2000 hermenn frá Írak svo þeir gætu tekið þátt í bardögum við Rússa. Eru bandarískar herflugvélar byrjaðar að flytja hermennina.