Pútín gagnrýnir Bandaríkjamenn

Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, skoðaði í dag bæinn Gori sem …
Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, skoðaði í dag bæinn Gori sem varð fyrir sprengjuárás Rússa um helgina. Reuters

Vla­dímír Pútín, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, gagn­rýndi Banda­rík­in harðlega í morg­un fyr­ir að aðstoða Georgíu­menn við að flytja herlið frá Írak til Georgíu.

Pútín sagði, að þetta væri hindr­un í vegi þeirra, sem vildu leysa deil­ur Rússa og Georgíu­manna um Suður-Os­se­tíu.

Georgía óskaði eft­ir aðstoð Banda­ríkja­hers til að flytja 2000 her­menn frá Írak svo þeir gætu tekið þátt í bar­dög­um við Rússa. Eru banda­rísk­ar herflug­vél­ar byrjaðar að flytja her­menn­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert