Rússar ná Gori á sitt vald

Maður faðmar lík bróður síns eftir loftárásir Rússa á Gori …
Maður faðmar lík bróður síns eftir loftárásir Rússa á Gori á laugardag. Reuters

Rússneskar hersveitir náðu í dag á sitt vald borginni Gori í Georgíu, að sögn stjórnvalda í Georgíu. Gori er skammt frá Suður-Ossetíu. Í borginni búa 50 þúsund manns en langflestir lögðu á flótta eftir að Rússar gerðu loftárás á herstöð og íbúðahverfi þar á laugardag. 

Alexander Lomaia, framkvæmdastjóri þjóðaröryggisráðs Georgíu, sagði að Georgíuher hefði verið skipað að hörfa frá Gori og taka sér stöðu nálægt  Mtskheta  til að verja höfuðborgina. Mitskheta er í 24 kílómetra fjarlægð frá Tbilisi, höfuðborg Georgíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert