Rússar yfirgefa Senaki

Rússneskir hermenn í Suður-Ossetíu.
Rússneskir hermenn í Suður-Ossetíu. Reuters

Rússneskir og georgískir embættismenn segja að rússneski herinn hafi yfirgefið borgina Senaki, sem er í vesturhluta Georgíu. Stjórnvöld í landinu segja að Rússar hafi eyðilagt herstöð í borginni.

Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu að herinn hafi yfirgefið Senaki eftir að hann hafi komið í veg fyrir að stjórnvöld í Georgíu gæti notað borgina til að skjóta eldflaugum á skotmörk í Suður-Ossetíu.

Senaki er skammt frá Svartahafi og nær Abkhaziu, sem er undir stjórn uppreisnarmanna er njóta stuðnings Rússa, en Suður-Ossetíu.

Fyrr í dag greindi rússneska varnamálaráðuneytið frá því að rússneskar hersveitir hafi staðið í heraðgerðum við Senaki í því skyni að koma í veg fyrir að georgískir hermenn gætu safnað þar liði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert