Segir aðgerðum að mestu lokið

Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, sagði eftir fund með varnarmálaráðherra Rússlands í morgun, að „stórum hluta" aðgerða Rússlandsher í Suður-Ossetíu væri lokið. Sagði hann að styrkt friðargæslulið réði nú héraðshöfuðborginni Tskhinvali.

Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna svonefndu ætla að halda símafund í dag um ástandið í Suður-Ossetíu. Rússar hafa í morgun gert loftárásir á staði í Georgíu og sökuðu Georgíumenn jafnframt um að hafa ekki staðið við heit um vopnahlé í Suður-Ossetíu.

Georgíumenn sögðu að rússneskur hershöfðingi í Abkhasíuhéraði hafði sett hersveitum Georgíu þar úrslitakosti: að leggja niður vopn eða rússneskar hersveitir myndu gera árás. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert