Segja Rússa ráða stórum hluta Georgíu

Mikhaíl Saakashvili, forseti Georgíu, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í dag, að Rússar hefðu nú hernumið yfir helming landsins. Sagði forsetinn, að Rússar hefðu í raun skorið landið í tvennt með því að taka borgina Gori sem er á aðalþjóðveginum milli austur- og vesturhluta landsins.

Interfax fréttastofan hafði hins vegar eftir embættismanni í rússneska varnarmálaráðuneytinu, að ekki væri rétt að Rússar hefðu tekið Gori. 

Háttsettur embættismaður í sendiráði Georgíu í Moskvu sagði að rússneskar hersveitir virtust vera á leið til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu, og lét að því liggja að markmið Rússa væri að koma ríkisstjórn Georgíu frá.

Saakashvili sagði, að til þessa hefði eini stuðningurinn, sem alþjóðasamfélagið hefði veitt landinu, verið hjálpargögn, sem væru byrjuð að berast, og yfirlýsingar. Þetta væri mikilvægt en alls ekki nóg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert