Þúsundir flýja heimili sín á Filippseyjum

Nærri 130.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á milli stjórnarhersins og múslima á suður Filippseyjum.   Ágreiningur hefur vaxið í norður Cotabato héraði eftir að samningur um frekari sjálfstjórn múslima var hafnað af yfirvöldum.  Að minnsta kosti einn hermaður og sjö herskáir múslímar hafa látið lífið frá því átök hófust á fyrir viku síðan.

Að sögn stjórnarhers munu átökin ekki hafa áhrifa á komandi kosningar í Mindanao, nærliggjandi héraði.  Kosið verður um nýjan héraðsstjóra og héraðsráð.  Norður Cotabato er ekki með í kosningunum þar sem það er ekki eitt af fimm héruðum múslima sem hafa sjálfstjórn.  Á fréttavef BBC kemur fram að héruðin hafi haft sjálfstjórn frá því 1996, eftir að friðarsamningur var gerður milli stjórnarinnar og herskárra múslima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert