Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur hafnað tilboði Ísraela að friðarsamningi vegna þess að ekki er gert ráð fyrir palestínsku ríki með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg. Talsmaður Abbas segir tilboð Ísraela ekki boðlegt og tímasóun, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.
Ísraelar buðu Palestínumönnum friðarsamning sem felur í sér að Ísraelar myndu halda eftir 7,3% af gyðingabyggðum Vesturbakkans, og Palestínumenn fengju í staðinn landsvæði í Negev eyðimörkinni sem jafngildi 5.4% af Vesturbakkanum.