Abbas hafnar tilboði Ísraela

Forseti Palestínu, Mahmud Abbas.
Forseti Palestínu, Mahmud Abbas. Reuters

Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefur hafnað tilboði Ísraela að friðarsamningi vegna þess að ekki er gert ráð fyrir palestínsku ríki með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg.  Talsmaður Abbas segir tilboð Ísraela ekki boðlegt og tímasóun, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

Ísraelar buðu Palestínumönnum friðarsamning sem felur í sér að Ísraelar myndu halda eftir 7,3% af gyðingabyggðum  Vesturbakkans, og Palestínumenn fengju í staðinn landsvæði í Negev eyðimörkinni sem jafngildi 5.4% af Vesturbakkanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert