Allt í plati í Peking

00:00
00:00

Litla stúlk­an sem var í aðal­hlut­verki við setn­ing­ar­at­höfn ólymp­íu­leik­anna var aðeins að herma eft­ir og var hún val­in vegna fríðleika. Sú sem söng var hins veg­ar ekki tal­in vera nógu fal­leg og söng því baksviðs. Þá voru flug­eld­arn­ir held­ur ekki ekta og voru þeir bún­ir til með aðstoð tölvu.

Mynd­ir af Lin litlu í rauða kjóln­um hafa birst í fjöl­miðlum og á net­inu víða um heim og blaðið China Daily lofaði hana sem rís­andi stjörnu í morg­un.

Chen Qigang, tón­list­ar­stjórn­andi sýn­ing­ar­inn­ar, seg­ir hins veg­ar að rödd­in sem fólk hafi heyrt til­heyri hinni sjö ára gömlu Yang Peiyi sem hef­ur feit­lagið and­lit og skakk­ar tenn­ur.

„Ástæða þess að Yang litla var ekki val­in til að koma fram er sú að við vild­um sýna ákveðna ímynd, við vor­um að hugsa um hvað væri best fyr­ir þjóðina,“ seg­ir Chen í viðtali sem birt­ist í skamma stund á vefn­um Sina.com í morg­un áður en það var þurrkað út af net­inu.

Lin Mia­oke var sýnd syngja hinn þjóðern­is­lega söng Óður til ætt­j­arðar­inn­ar í sömu mund og fáni Kína var bor­inn inn á leik­vang­inn og var þetta hápunkt­ur hinn­ar þriggja stunda löngu opn­un­ar­at­hafn­ar.

Flug­eld­arn­ir voru tölvu­gerðir

Þrír millj­arðar sjón­varps­áhorf­enda fylgd­ust agndofa með þegar risa­stór fót­spor gerð úr flug­eld­um birt­ust á næt­ur­himn­in­um yfir Tian­an­men torgi og héldu svo að Fugls­hreiðrinu, leik­vang­in­um þar sem setn­ing­ar­höfn­in fór fram. Fót­spor­in voru þó ekki mynduð með flug­eld­um held­ur voru þau tölvu­gerð.

Áhorf­end­ur á leik­vang­in­um sjálf­um sáu sömu mynd á risa­stór­um skjám.

Fólk hélt að það væri að horfa á mynd af flug­elda­sýn­ingu, tekna úr þyrlu.

Veru­leik­inn er hins veg­ar sá að þetta var allt sam­an tölvugrafík og það tók næst­um því ár að búa her­leg­heit­in til. Mynd­in var meira að segja hrist aðeins svo sömu áhrif næðust og ef verið væri að kvik­mynda úr þyrlu.

Það er Pek­ing Times sem skýr­ir frá þessu. Maður­inn sem er ábyrg­ur fyr­ir tölvu­vinnsl­unni seg­ist vera hæst­ánægður með ár­ang­ur­inn. Fólk hafi haldið að þetta væru flug­eld­ar og það hafi verið mark­miðið.

Hönnuðirn­ir bættu meira að segja við smá móðu til að líkja eft­ir meng­un­inni í Pek­ing.

Sjón­varps­stöðvar er­lend­is áttu ekki annarra kosta völ en að sýna mynd­skeiðið þar sem það kom allt í einni út­send­ingu frá Ólymp­íu sjón­varpi Pek­ing, stofn­un­inni sem sér um að mynda leik­ana.

At­höfn­in hef­ur verið harðlega gagn­rýnd af arki­tekt­in­um Ai Weiwei sem hannaði Fugla­búrið ásamt sviss­nesku arki­tekta­stof­unni Herzog and de Meuron.

Á heimasíðu sinni seg­ir Ai að at­höfn­in hafi verið end­ur­nýtt rusl til­bú­inn­ar klass­ískr­ar hefðar og fleira í þeim dúr. Einnig gagn­rýn­ir hann komm­ún­ista­flokk­inn ákaft.

Það þykir mjög óvenju­legt að ekki skuli vera búið að loka bloggsíðu hans.

Einn af skipu­leggj­end­um hátíðar­inn­ar hef­ur sagt að flug­eld­arn­ir hafi verið ekta en ekki hafi þótt ör­uggt að kvik­mynda þá og því hafi verið gripið til þess ráðs að búa þá með tölvu í staðinn.

Flugeldar yfir Peking á föstudag.
Flug­eld­ar yfir Pek­ing á föstu­dag. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert