„Best ef hann færi frá"

00:00
00:00

„Það væri best ef hann færi," sagði Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rússa, á blaðamanna­fundi í Moskvu í morg­un og átti við Mik­haíl Sa­akashvili, for­seta Georgíu. Lavr­ov bar á móti því að Rúss­ar væru að reyna að koma Sa­akashvili frá völd­um en sagði ljóst að sam­skipti land­anna myndu batna ef hann færi.

Eng­in lausn er í sjón­máli á deil­um Rússa og Georgíu­manna. Mik­il spreng­ing heyrðist í Tbil­isi, höfuðborg Georgíu, í morg­un en Georgíu­menn segja að Rúss­ar hafi gert sprengju­árás­ir í ná­grenni borg­ar­inn­ar. Þá gerðu Rúss­ar loft­árás á miðborg Gori, sem er skammt frá Suður-Os­se­tíu. Að sögn sjón­varps Georgíu kviknaði í skóla­bygg­ingu.

Lavr­ov sagði, að eina lausn­in væri að Georgíu­her færi út úr Suður-Os­se­tíu og gert yrði sam­komu­lag þar sem Georgíu­menn féllust á að beita ekki valdi í héraðinu.  

Eka Tkes­helashvili, ut­an­rík­is­ráðherra Georgíu, af­lýsti í morg­un fundi sem  hún ætlaði að eiga með sendi­herr­um NATO-ríkj­anna í Brus­sel í dag. Ástæðan er sögð vera versn­andi ástand í heimalandi henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert