Finnsk stúlka, sem hvarf þegar hún var 9 ára gömul, er komin í leitirnar eftir 11 ára fjarveru.
Nadia Bouteldjan, sem er tvítug í dag, hvarf í maí árið 1997. Eftir hvarf Nadiu var hennar leitað án árangurs en lögreglu grunaði að faðir hennar, sem er frá Alsír, hafi tekið hana og flutt úr landi.
Að sögn lögreglu sást til Nadiu og föður hennar í Bretlandi í maí 1997, en síðan hurfu þau sporlaust. Finnska lögreglan og utanríkisráðuneyti voru í reglulegu sambandi við skyldfólk föður Nadiu í Alsír auk alþjóðlegra stofnana sem leita að týndum börnum.
Áið 2006 hafði Nadia samband við móður sína, og átti í tveggja ára bréfa samskiptum við hana. Hún samþykkti svo að lokum að hitta móður sína, ásamt lögreglu í Lúxemborg í júlí.
Nadia vildi hins vegar ekki tjá sig um hvar hún hafi verið síðastliðin 11 ár, né hvar hún á heima núna eða hvað kom fyrir hana. Nadia er ennfremur búin að gleyma móðurmáli sínu.
Yfirmaður rannsóknarinnar segir mjög sjaldgæft að börn finnist eftir svo mörg ár.