Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í kvöld eftir viðræður við Mikhaíl Saakashvili, forseta Georgíu, að bæði Rússar og Georgíumenn hefðu fallist á samkomulag, sem miðaði að því að koma á friði í héröðunum Suður-Ossetíu og Abkhasíu í Georgíu.
„Það er texti. Hann var samþykktur í Moskvu, hann hefur verið samþykktur hér í Georgíu. Ég hef fengið samþykki allra forvígismanna," sagði Sarkozy á blaðamannafundi Í Tbilisi, höfuðborg Georgíu sem hann hélt ásamt Saakashvili.
Saakashvili sagði, að gera ætti friðarsamkomulag en Georgía myndi aldrei fallast á, að landamæri ríkisins yrðu dregin í efa í slíku samkomulagi. Hann sagði, að tillögum Frakka að friðarsamkomulagi yrðu að fylgja nánari lögfræðileg útfærsla svo ekkert færi þar á milli mála.
Í tillögum Frakka að friðarsamkomulagi felst eftirfarandi: