Sarkozy í friðarumleitunum

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti er væntanlegur til Moskvu á tíunda tímanum þar sem hann mun hitta Dmitry Medvedev Rússlandsforseta að máli, en síðan heldur Sarkozy til Georgíu til friðarumleitana.

Rússneski utanríkisráðherrann hefur beðið forseta Georgíu, Mikhaíl Saakashvili, að láta af völdum og segir að yfirvöld í Moskvu muni ekki ræða við hann.

Átökin í Georgíu mögnuðust í morgun þegar Abkhazia, annað hérað í landinu þar sem aðskilnaðarsinnar njóta stuðnings Rússa, hóf atlögu að georgískum hersveitum.

Í síðustu viku hófst stríð milli Georgíu og Rússlands um héraðið Suður-Ossetíu í Georgíu, þar sem aðskilnaðarsinnar hafa tekið völdin og njóta stuðnings Rússa.

Vestrænir stjórnmálamenn hafa gert hvað þeir geta til að stilla til friðar í Georgíu, því að mikilvægar olíuleiðslur til Vesturlanda liggja um landið.

Þrátt fyrir það hélt olíuverð áfram að lækka í gær á heimsmarkaði, þar sem fregnir að minnkandi olíuinnflutningi Kínverjar vógu þyngra en áhyggjur af ástandi mála í Georgíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert