Afmælisdagur Kastrós

Fídel Kastró heldur upp á afmæli sitt í dag.
Fídel Kastró heldur upp á afmæli sitt í dag. Reuters

Fídel Kastró fyrrum forseti Kúbu á afmæli í dag. Hann er 82 ára og heldur upp á afmælið í rólegheitum en ríflega tvö ár eru síðan hann undirgekkst mikinn uppskurð og lét í kjölfarið bróður sinn Raul taka við völdum.

Ekki munu nein opinber hátíðahöld fara fram þó að samtök kúbverskra verkamanna og fleiri félög hafi sent hinum aldraða byltingarmanni kveðju í ríkisfjölmiðlum.

Kúbverskir íþróttamenn á ólympíuleikunum hylltu fyrrum leiðtoga sinn og sögðu hann vera „þjálfara sinn og óstöðvandi skylmingaþræl".

Hugo Chavez, forseti Venesúela og vinur Kastrós sendi honum mynd af helstu frelsishetju Suður Ameríku, Simoni Bolivar að gjöf.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert