Hluti loftsins í Evrópuþinghúsinu í Strassborg féll

Stigi í húsi Evrópuþingsins í Strassborg.
Stigi í húsi Evrópuþingsins í Strassborg. mbl.is/GSH

Hluti loftsins í húsi Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi féll í síðustu viku, en ekki er vitað hvað olli því. Engan sakaði þegar stór hluti yfirborðsklæðningar loftsins í þingsalnum féll niður, að því er segir í fréttatilkynningu í dag. Viðgerð er hafin.

Evrópuþingið kemur aftur saman í Strassborg í næsta mánuði. Það situr til skiptis þar og í Brussel, vegna þess að Frakkar gerðu kröfu um að fá til sín Evrópusambandsstofnun.

Ferðir á milli borganna vegna þessa, um 500 km leið, kosta evrópska skattgreiðendur rúmlega 200 milljónir evra á ári, eða sem svarar 24,5 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert