Leiðtogi demókrata í Arkansas lést eftir skotárás

00:00
00:00

Formaður Demó­krata­flokks­ins í Ark­ans­as lést af völd­um skotsára sem hann hlaut í dag þegar bys­sumaður gekk inn í höfuðstöðvar flokks­ins og skaut hann nokkr­um sinn­um. Frá þessu greindu Bill og Hillary Cl­int­on í kvöld.

Cl­int­on hjón­in sendu frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem seg­ir að Bill Gwat­ney hafi lát­ist af völd­um skotsár­anna. Bill Cl­int­on er fyrr­um rík­is­stjóri Ark­ans­as og bjó þar í fjöl­mörg ár.

Bill Gwatney.
Bill Gwat­ney. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert