Breski sjóherinn mun ekki taka þátt í sameiginlegri heræfingu með Rússum, en að sögn breska varnarmálaráðuneytisins er það óviðeigandi að Bretar æfi sjóhernað með Rússum sem eiga í átökum við Georgíumenn.
Bretar tilkynntu þetta skömmu eftir að Bandaríkin greindu frá því að þau muni einnig ekki taka þátt í æfingunum, sem fram áttu að fara nærri Vladivostok síðar í þessum mánuði.
Frakkar hafa einnig tekið þátt í æfingunum sem eru haldnar árlega.