Rice sendir Rússum tóninn

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Rússar eigi í hættu á að einangrast neiti þeir að virða vopnahléssamkomulagið í deilu þeirr við Georgíumenn.

Rice segir fréttir af aðgerðum rússneska hersins í Georgíu bendi til þess að Rússar séu eð virða vopnahléssamkomulagið að vettugi. Hún segir að slík brot á alþjóðasamþykktum muni aðeins leiða til þess að Rússar muni einangrast frekar.

Rice er væntanleg til Frakklands þar sem hún mun ræða við þarlend stjórnvöld, sem hafa komið að friðarumleitunum í átökum Rússar og Georgíumanna, áður en hún heldur til Georgíu.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka