Rice varaði Saakashvili við því í júlí að reita Rússa til reiði

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði forseta Georgíu, Mikhaíl Saakhasvili, við því að reita Rússa til reiði er hún heimsótti Georgíu í síðasta mánuði, að því er The New York Times greinir frá í dag.

„Hún sagði honum afdráttarlaust að hann yrði að heita því að beita ekki valdi,“ sagði ónafngreindur, háttsettur, bandarískur embættismaður, sem var með Rice í för, við blaðið.

Rice lét þessi orð falla er hún snæddi óopinberan kvöldverð með forsetanum 9. júlí. Opinberlega sagði hún aftur á móti í ferðinni til Georgíu að Rússar ættu sök á óróanum í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert