Stal bíl læknis sem hlúði að slösuðum vegfaranda

Breska lögreglan segir að þjófur hafi stolið bifreið læknis sem hafði farið úr bifreiðinni í flýti til að aðstoða mann sem hafði orðið fyrir bifreið og slasast.

Að sögn lögreglu skildi læknirinn lykilinn eftir í bílnum þegar hann flýtti sé að koma eldri manni til aðstoðar sem hafði orðið fyrir strætisvagni í Manchester.

Læknirinn, sem er konan, var að gera að sárum mannsins þegar þjófurinn lét til skarar skríða, fór inn í bílinn og brunaði af stað.

Lögregluvarðstjórinn John Kelly segist vart trúa því að nokkur hafi verið svo ömurlegur að notfæra sér ástandið og stela bifreiðinni.

Að sögn lögreglu var maðurinn, sem varð fyrir strætisvagninum, fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert