Þúsundir af Palestínumönnum flykktust á göturnar í dag vegna jarðarfarar þjóðskáldsins Mahmoud Darwish.
Darwish lést síðastliðinn laugardag í Bandaríkjunum vegna erfiðleika sem upp komu vegna opins uppskurðar á hjarta. Hann var 67 ára gamall og þótti í ljóðum sínum birta sál palestínsku þjóðarinnar.
Mahmous Abbas, forseti Palestínu, leiddi jarðarförina í Ramallah. Útför Darwish er önnur jarðarförin sem er ríkisútför en hin fyrri var þegar Yasser Arafat var borinn til grafar 2004.