Fréttamaður skotinn í útsendingu

Kona, sem starfar sem fréttamaður ríkissjónvarps Georgíu, særðist þar sem hún var að undirbúa beina útsendingu frá bænum Gori í morgun.

Á sjónvarpsmyndum sést konan lesa fara með texta, þá heyrast skot og konan kippist til. Hún særðist lítillega á handlegg en fréttamenn Reutersfréttastofunnar, sem þarna voru, gerðu að sárum hennar.

Fréttamenn hafa verið í mikilli hættu í Gori þar sem rússneskir hermenn og vopnaðir aðskilnaðarsinnar frá Suður-Ossetíu hafa farið mikinn síðustu daga. Hollenskur fréttamaður lét lífið í bænum í vikunni og margir fréttamenn hafa sagt sögur af því að þeim hafi verið ógnað með byssum og rændir bílum og búnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert