Haider í framboð á ný

Jörg Haider.
Jörg Haider. AP

Hægrimaðurinn Jörg Haider segist verða efsti maður á framboðslista Samtaka um framtíð Austurríkis í komandi þingkosningum. Haider sagði á fréttamannafundi í dag að hann telji það skyldu sína að fara í framboð á ný.

Haider sagðist ætla að sitja áfram sem fylkisstjóri í Kärntern og ekki sækjast eftir þingsæti. Ætlar hann að vera í fararbroddi í kosningabaráttu flokksins, sem hann stofnaði fyrir þrem árum eftir að hann klauf sig úr hægri öfgaflokknum Frelsisflokknum.

Kosningar fara fram 28. september. Samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata féll í síðasta mánuði eftir margra mánaða innanbúðarátök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert