Þótt Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hafi átta prósentustiga forskot á keppinaut sinn í skoðanakönnunum hafa margir kjósendur áhyggjur af reynsluleysi hans, samkvæmt niðurstöðum sem birtar voru í gær.
Meðal skráðra kjósenda nýtur Obama stuðnings 44% en John McCain, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins, 36%. En meðal þeirra kjósenda sem segjast líklega ætla að mæta á kjörstað er forusta Obamas öllu naumari, eða 46% gegn 41%.
Alls sögðust 39% þátttakenda hafa áhyggjur af reynsluleysi Obamas eða leiðtogahæfileikum hans. Kjósendur í Pennsylvaníu telja efnahagsmál mikilvægasta kosningamálið, en „og margir kjósendur hafa áhyggjur af því hvort Obama hafi næga reynslu, og hafa enn ekki næga trú á leiðtogahæfileikum hans,“ sagði stjórnandi könnunarinnar.