Fordæmir aðgerðir Rússa

00:00
00:00

Geor­ge Bush, Banda­ríkja­for­seti, for­dæmdi aðgerðir Rússa í Georgíu í dag og sakaði þá um einelti og yf­ir­gang.  Bush lagði áherslu á að Rúss­ar myndu sæta ein­angr­un á alþjóðavett­vangi drægju þeir her­sveit­ir sín­ar ekki til­baka frá Georgíu.  Bush sagði einnig að Banda­ríkja­menn vilji halda góðum sam­skipt­um við Rússa. 

Mik­heil Sa­akashvili, for­seti Georgíu, und­ir­ritaði í dag vopna­hlés­samn­ing við Rússa, en gagn­rýndi vest­ur­lönd fyr­ir að bregðast ekki við aðgerðum Rússa.  Dmi­try Med­vedev, for­seti Rúss­lands, sagði í dag að Rúss­ar muni skrifa und­ir vopna­hlés­samn­ing við Georgíu og virða all­ar skuld­bind­ing­ar samn­ings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert