George Bush, Bandaríkjaforseti, fordæmdi aðgerðir Rússa í Georgíu í dag og sakaði þá um einelti og yfirgang. Bush lagði áherslu á að Rússar myndu sæta einangrun á alþjóðavettvangi drægju þeir hersveitir sínar ekki tilbaka frá Georgíu. Bush sagði einnig að Bandaríkjamenn vilji halda góðum samskiptum við Rússa.
Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, undirritaði í dag vopnahléssamning við Rússa, en gagnrýndi vesturlönd fyrir að bregðast ekki við aðgerðum Rússa. Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar muni skrifa undir vopnahléssamning við Georgíu og virða allar skuldbindingar samningsins.