Vegfarendur í New York unnu það afrek að lyfta ríflega fjögurra tonna strætisvagni ofan af óléttri konu sem lenti undir honum í umferðaróhappi. Læknum tókst fyrir vikið að bjarga syni hennar.
Donette Sanz sem starfar við umferðarstjórnun fyrir lögregluna lést skömmu eftir að barni hennar var bjargað með neyðar-keisaraskurði á sjúkrahúsi eftir óhappið. Drengurinn sem vó 1,5 kíló er sagður vera í lífshættu.
Sanz átti leið yfir götu í Bronx-hverfinu í gær þegar sendibíll ók á hana og ýtti í veg fyrir skólabílinn.
Um 20 manns tóku sig saman í skyndi við að lyfta strætisvagninum til að ná Sanz undan bílnum.
Ökumaðurinn sem er 72 ára var handtekinn og kærður fyrir manndráp af gáleysi. Samkvæmt AP fréttastofunni biluðu bremsurnar á sendibílnum og því tókst honum ekki að stöðva í tæka tíð. Walker mun hafa misst ökuleyfið um 20 sinnum og var hann leyfislaus að þessu sinni.