Bílalest frá mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna var rænt með vopnavaldi í Georgíu og sýnir það glöggt hversu viðkvæmt ástandið er.
Hjálparstofnunin, International Relief and Development, segir að illa gangi að afhenda hjálpargögn fyrir utan höfuðborgina Tbilisi.
Talið er að um hundrað þúsund manns hafi flúið heimili sín.