Háttsettur rússneskur herforingi segir ákvörðun pólskra stjórnvalda um að heimila Bandaríkjamönnum að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi bjóði hættunni heim fyrir Pólverja um að ráðist verði inn í landið. Interfax fréttastofan hefur þetta eftir Anatoly Nogovitsyn í dag.
Er yfirlýsing Nogovitsyn sú harðorðasta sem hefur komið frá rússneskum stjórnvöldum vegna áætlana um uppsetningu eldflaugakerfa í ríkjum fyrirverandi Sovétríkjanna.
Pólverjar samþykktu í gærkvöld að Bandaríkjamenn fengju að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi, gegn því að þeir fengju aðstoð Bandaríkjanna í varnarmálum.