Gasleki í þýskri málningarverksmiðju

Yfir eitt hundrað slösuðust, þar af þrettán alvarlega, í koltvísýringsleka í málningarverksmiðju í borginni Mönchengladbach í Þýskalandi í dag. Meðal þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús eru starfsmenn verksmiðjunnar, sex slökkviliðsmenn og íbúar í nágrenninu. Flestir kvörtuðu undan eymslum í hálsi og öndunarfærum vegna lekans.

Um þrjú hundruð slökkviliðsmenn og eitt hundrað lögregluþjónar voru kallaðir á svæðið til þess að aðstoða við hreinsun og loka af stórt svæði í kringum verksmiðjuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert