Þúsundir komu saman í Karachi, stærstu borg í Pakistan, í dag til þess að mótmæla handtöku pakistanskrar konu í Afganistan. Brenndu mótmælendur bandaríska fánann og eftirmynd af George W. Bush Bandaríkjaforseta.
Aafia Siddiqui, 36 ára, var handtekin í Afganistan í júlí fyrir meinta morðtilraun á bandarískum embættismenn í Afganistan. Aafia var framseld til New York fyrir tveim vikum síðan og ákærð fyrir morðtilraun.
Mótmælendur kröfðust þess að Aafia yrði frelsuð og hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjunum og Bush forseta.
Aafia útskrifaðist með gráðu í taugasálfræði frá tækniháskóla í Massachussets ríki