„Georgía getur gengið í NATO"

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að Georgía geti gengið í Atlantshafsbandalagið, ef stjórnvöld þar í landi vilja það.  Merkel lét þessi orð falla á blaðamannafundi áður en hún átti fund með Mikheil Saakashvili, forseta landsins, í Tbilisi höfuðborg Georgíu í dag. 

Ummæli Merkels gefa sterklega til kynna að Georgía nýtur stuðnings sem verðandi aðildarríki NATO, en Rússar hafa mótmælt því.

Merkel sagði ennfremur að Rússar yrðu að draga herlið sín tafarlaust til baka frá Georgíu og virða vopnahléssáttmála sem undirritaður var um helgina.  Dimitri Medvedev, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu hefja brottflutning á morgun.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert