Íranar skutu upp gervihnetti

Íranar skutu upp gervihnetti, sem framleiddur var í landinu,  út í geim í dag í fyrsta sinn, samkvæmt upplýsingum IRINN fréttastöðvarinnar.  Sýndar voru myndir af því í írönsku sjónvarpi þegar fjarskiptahnettinum Safir-e Omid var skotið á loft.

Íranar hafa um skeið þróað geimáætlun og undirbjuggu þessa sendingu í febrúar þegar könnunarhnetti var skotið út í geim.

Yfirvöld hafa staðfest að gervihnettinum var skotið út í geim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert