Rússar hefja brottför hersins á morgun

00:00
00:00

Dmi­try Med­vedev, for­seti Rúss­lands, staðfesti í dag að Rúss­ar munu byrja að flytja her sinn frá Georgíu á morg­un.  Í yf­ir­lýs­ingu frá rúss­nesk­um stjórn­völd­um kem­ur fram að Med­vedev hafi full­yrt þetta í síma­fundi með Nicolas Sar­kozy, Frakk­lands­for­seta.

Sar­kozy varaði Med­vedev við því að standi Rúss­ar ekki við skuld­bind­ing­ar vopna­hlés­samn­ings­ins, myndi það hafa í för með sér al­var­leg­ar af­leiðing­ar og skaða sam­skipti Rússa og Evr­ópu­sam­bands­ins.

Med­vedev skrifaði und­ir sátta­mála um að binda end­ir á átök í Georgíu í gær, degi eft­ir Mik­heil Sa­akashvili, for­seta Georgíu.

Rússneskir hermenn í Georgíu.
Rúss­nesk­ir her­menn í Georgíu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert