Rússar hefja brottför hersins á morgun

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, staðfesti í dag að Rússar munu byrja að flytja her sinn frá Georgíu á morgun.  Í yfirlýsingu frá rússneskum stjórnvöldum kemur fram að Medvedev hafi fullyrt þetta í símafundi með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta.

Sarkozy varaði Medvedev við því að standi Rússar ekki við skuldbindingar vopnahléssamningsins, myndi það hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar og skaða samskipti Rússa og Evrópusambandsins.

Medvedev skrifaði undir sáttamála um að binda endir á átök í Georgíu í gær, degi eftir Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu.

Rússneskir hermenn í Georgíu.
Rússneskir hermenn í Georgíu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert