Sjöburar í Egyptalandi

Egypsk kona hefur eignast sjöbura, fjóra drengi og þrjár stúlkur. Börnin voru tekin með keisaraskurði mánuði fyrir tímanna og vega á bilinu 6-11 merkur. Fyrir eiga foreldrarnir þrjár stúlkur.

Móðir barnanna heitir Ghazala Khamis og er 27 ára. Hún gekkst undir frjósemismeðferð vegna þess að hana og mann hennar langaði til að eignast dreng. 

Sjöburafæðingar eru afar sjaldgæfar og enn sjaldgæfara er að börnin lifi öll. Systkinin litlu eru öll í súrefniskössum.

Bróðir móðurinnar segir, að egypski heilbrigðisráðherrann hefði lofað því að börnin fengju mjólk og bleyjur á kostnað ríkisins næstu tvö árin.

Sjöburarnir eru á sjúkrahúsi í Alexandríu.
Sjöburarnir eru á sjúkrahúsi í Alexandríu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert