Stífla brast í Miklagljúfri

Verið er að flytja um 400 manns brott frá bænum Supai í Miklagljúfri í Bandaríkjunum en stífla brast í dag og er talin hætta á að vatn flæði yfir bæinn. Auk íbúanna er verið að flytja ferðamenn á brott frá svæðinu.

Að sögn talsmanns þjóðgarðsins í Miklagljúfri brast stíflan í vatnavöxtum eftir mikla úrkomu. Íbúarnir í Supai eru flestir af Havasupai ættbálki indíána. 

Verið er að flytja fólkið með þyrlum til bækistöðva Rauða krossins í Peach Springs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert