Tvær sprengjur á Costa del Sol

Smábátahöfnin í Benalmádena.
Smábátahöfnin í Benalmádena. mbl.is/GSH

Tvær litlar sprengjur sprungu á Costa del Sol svæðinu á suðurströnd Spánar í dag. Engan sakaði og sprengjurnar ollu engu tjóni. Maður, sem sagðist vera í ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, hringdi og varaði við sprengjunum.  Fjöldi Íslendinga dvelur á Costa del Sol.

Önnur sprengjan sprakk á bílastæði við smábátahöfnina í bænum Benalmádena. Svæðið var rýmt þegar viðvörunin barst og voru um 10 þúsund manns látnir flytja sig um set. Hin sprengjan sprakk á strönd í Guadalmar, skammt frá Málaga, en það svæði var einnig rýmt.

ETA hefur áður reynt að trufla ferðaþjónustuna á Spáni með svipuðum aðgerðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert