Kjarnorkuvopn við Eystrasalt

Rússar hyggjast styrkja flota sinn í Kaliningrad.
Rússar hyggjast styrkja flota sinn í Kaliningrad. mbl.is/Guðmundur Ingvarsson

Rússar íhuga að vígbúa Eystrasaltsflota sinn með kjarnorkuvopnum en flotinn mun hafa verið kjarnorkuvopnalaus frá því að kalda stríðinu lauk. Þetta mun vera hugsað sem mótleikur gegn hinu nýja eldflaugakerfi sem Bandaríkjaher hefur í hyggju að setja upp í Póllandi og Litháen.

Lundúnablaðið The Times hefur eftir heimildarmönnum sínum innan rússneska hersins að kafbátar, orrustuþotur og orrustuskip Rússa sem staðsett eru í Kaliningrad verði framvegis vopnaðir eldflaugum með kjarnaoddum.

Kaliningrad er landsvæði á milli Póllands og Litháen sem liggur að Eystrasalti, svokölluð hólmlenda Rússa eða innskotssvæði sem tilheyrir Rússlandi.

Samkvæmt rússneskum heimildarmanni The Times í Moskvu hefur flotinn í Kaliningrad verið í fjársvelti frá tímum kalda stríðsins en innan skamms mun verða breyting þar á.

The Times nefnir einnig að Rússar hafi hótað að endurvekja gamlar hernaðaráætlanir svo sem að semja um að setja upp eldflaugastöð á Kúbu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert