Elsti maður heims látinn

Ind­versk­ur maður, sem er sagður hafa verið elsti maður í heimi, er lát­inn. Skv. op­in­ber­um skjöl­um fædd­ist Habib Miy­an 20. maí árið 1879. Hann var því 129 ára þegar hann lést. Miy­an hélt því hins veg­ar fram að hann væri 138 ára.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að Miy­an hafi fyrst vakið at­hygli fyr­ir fimm árum þegar hann heim­sótti Mekka í Sádi-Ar­ab­íu. Það hafði verið hans heit­asta ósk að fara í píla­gríms­ferð til Mekka og heim­sækja mosk­una miklu.

Kaup­sýslumaður, sem er bú­sett­ur í Bretlandi, greiddi fyr­ir ferð Miy­an til Mekka eft­ir að hafa lesið um Miy­an á frétta­vef BBC. Ferðin kostaði 5700 dali, eða tæpa hálfa millj­ón kr.

Miy­an bjó í mús­líma­hverfi í Jaip­ur ásamt 32 ætt­ingj­um. Hann missti sjón­ina fyr­ir hálfri öld og var með skerta hreyfigetu. Þá hafði hann þegið líf­eyri síðan 1938.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert