Íbúar Flórída búa sig undir Fay

Íbúar Flórída eru við öllu búnir.
Íbúar Flórída eru við öllu búnir. Reuters

Hitabeltisstormurinn Fay hefur eflst á leið sinni frá Karíbahafinu að Flórída, en tugir hafa látist af völdum óveðursins á eyjum Karíbahafsins. Bandaríska veðurstofan segir að vindhraði Fay mælist nú vera 26 metrar á sekúndu og varar við því að stormurinn gæti eflst frekar.

Kl. 6 að íslenskum tíma var miðja Fay um 70 km suður af Naples sem er á Flórída Keys-eyjaklasanum. Fay ferðast um 12 km á klst.

Bandaríska veðurstofan segir mögulegt að Fay breytist í fellibyl, en ölduhæðin við strendur Flórída eru um einum og hálfum metra hærri en vanalegt er.

Morgan McPherson, borgarstjóri Key West, sagði í samtali við Fox-fréttastöðina í gær að þrátt fyrir að Fay væri ekki orðin að fellibyl, þá gæti stormurinn valdið usla, fólk gæti slasast og jafnvel látið lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert