Medvedev segir Rússa verða farna á föstudag

Dmitry Medvedev, forseti Rússlands.
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands. AP

Dimitrí Medvedev, forseti Rússlands, hét því í símtali við Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í dag, að rússneski herinn verði farinn frá Georgíu á föstudag. Muni hersveitirnar fara á ný til bækistöðva sinna.

Medvedev sagði, að sumir hermannanna verði á svonefndu öryggissvæði á landamærunum milli Georgíu og Suður-Ossetíu. Hinir fari til Suður-Ossetíu til friðargæslustarfa eða til Rússlands.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka