Rætt um arftaka Musharrafs

Andstæðingar Pervez Musharrafs fögnuðu ákaft í gær þegar forsetinn sagði …
Andstæðingar Pervez Musharrafs fögnuðu ákaft í gær þegar forsetinn sagði af sér. Reuters

Leiðtogar samsteypustjórnarinnar í Pakistan munu hittast í Íslamabad í dag til að ræða það hver muni taka við forsetaembættinu af Pervez Musharraf, sem sagði af sér í gær. Mikil óvissa ríkir í landinu með framhaldið.

Musharraf lét af völdum eftir níu ára valdatíð tll að afstýra málshöfðun á hendur sér fyrir alvarleg embættisbrot.

Samsteypustjórnin kom saman í gær til að funda um þá stöðu sem er komin upp, en engin niðurstaða fékkst. Flokkur Benazir Bhutto og Nawaz Sharif, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, mynda samsteypustjórnina.

Muhammad Sumrro, forseti öldungadeildar þingsins, hefur verið skipaður forseti landsins til bráðabirgða þar til nýr þjóðhöfðingi verður kjörinn á þinginu og fjórum héraðsþingum. Sumroo er pólitískur bandamaður Musharraf.

Óvissa er um hvort Musharraf, sem hrifsaði til sín völd árið 1999, verður sóttur til saka og hvort hann fær að vera áfram í Pakistan. Aðstoðarmenn hans hafa beitt sér fyrir því að hann fái að dvelja þar áfram en ekki er víst að stjórnin samþykki það. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert