Spænsk yfirvöld hafa staðfest að 153 létu lífið og 19 slösuðust þegar flugvél spænska flugfélagsins Spanair fórst á Barajas flugvelli í Madrid í dag.
Magdalena Alvarez, samgönguráðherra Spánar, sagði á blaðamannafundi, að vitað sé hverjir 17 af þeim 19 sem slösuðust, eru.
172 voru um borð í vélinni, þar af 10 manna áhöfn. Vélin var á leið til Las Palmas á Kanaríeyjum en eldur kviknaði í vinstri hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak.