Dómsmálaráðherra synti nakinn í Barentshafi

Storberget sést hér taka í hönd Björns Bjarnasonar við annað …
Storberget sést hér taka í hönd Björns Bjarnasonar við annað tækifæri. mbl.is/Sverrir

Norskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að dómsmálaráðherra Noregs, Knut Storberget hafi lagst nakinn til sunds í sjónum við Bjarnarey í Barentshafi skammt sunnan við norður heimsskautsbaug og sé nú meðlimur í félagsskap manna sem stundi slík sjóböð.

„Þetta var ákaflega hressandi!" hefur AFP fréttastofan eftir Storberget sem er meðlimur númer 2110 í sjóbaðsklúbbi Bjarnareyjar en þar eru einungis 9 íbúar.

Norska dómsmálaráðuneytið staðfesti sjóbaðið við AFP og samkvæmt Catherine Edvardsen einum af íbúum eyjunnar eru einungis þrjár reglur í klúbbnum:

„Þú verður að vera nakinn, þú verður að dýfa höfðinu undir yfirborðið og það þarf að vera eitt vitni af gagnstæðu kyni," sagði Edvardsen í samtali við AFP fréttastofuna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert