Gorbachev skammar vesturlönd

Gorbachev segir Vesturlönd tala niður til Rússlands.
Gorbachev segir Vesturlönd tala niður til Rússlands. Reuters

Fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, Mikhail Gorbachev segir að glannalegt kæruleysi forseta Georgíu hafi orðið til þess að Rússar ákváðu að ráðast inn í nágrannalandið Georgíu. „Rússar vildu ekki þetta neyðarástand," skrifaði Gorbachev í grein sem birtist í The New York Times í dag.

„Rússland dróst inn í átökin vegna glannalegs kæruleysis georgíska forsetans, Mikheil Saakashvili. Hann hefði ekki lagt í að gera árás án stuðnings erlendis frá. Eftir árásir hans hafði Rússland ekki efni á að hafast ekkert að," segir Gorbachev í grein sinni.

Gorbachev hefur gert lítið úr tilraunum vestrænna ríkja til að einangra Rússland í kjölfar innrásarinnar í Georgíu og segir þær innantómar hótanir og sakar hann Washington um að tala niður til Rússlands án þess að taka tillit til stöðu landsins. 

Gorbachev lofaði rússneska forsetann, Dmitri Medvedev og sagði ákvörðun hans um að hætta nú hernaðaraðgerðum væri rétta leiðin fyrir ábyrgan leiðtoga. 

Hann gagnrýndi jafnframt vesturlönd fyrir að hefja áróðursstríð gegn Rússlandi með bandaríska fjölmiðla í fremsta í flokki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert